Engin staðfest smit á Norðurlandi

Engin staðfest smit eru á Norðurlandi en 18 eru í sóttkví.
Engin staðfest smit eru á Norðurlandi en 18 eru í sóttkví.
Um 600 manns eru í sóttkví vegna COVID-19. Langflestir á höfuðborgarsvæðinu. Staðfest smit eru nú 69, af þeim eru þrjú utan höfuðborgarsvæðisins, nánartiltekið á Suðurlandi. Frá þessu er greint á vef Rúv. 
 
Samkvæmt upplýsingum Rúv frá landlækni voru 75 manns á landsbyggðinni í sóttkví í gær og þar af 18 á Norðurlandi. Alls voru 574 í sóttkví á landinu öllu og skiptist það svona milli landshluta:

-Höfuðborgarsvæðið: 499
-Suðurnes: 15

-Vesturland/Vestfirðir: 20
-Norðurland: 18
-Austurland: 4
-Suðurland: 18

 

Nýjast