Drög að samkomulagi um byggingu á nýju hjúkrunarheimili

Lögmannshlíð.
Lögmannshlíð.

Í síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar voru lögð fram drög að samkomulagi um nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri. Bæjarráð lýsir yfir vilja sínum til uppbyggingar hjúkrunarheimilis við Lögmannshlíð og felur bæjarstjóra að ræða við stjórnvöld um fyrirkomulag framkvæmda og samning.

Eins og Vikudagur greindi frá fyrr í vetur er áætlað að fara í framkvæmdir á viðbyggingu á dvalarheimilinu Lögmannshlíð á næsta ári. Þar munu rísa íbúðir fyrir allt að 60 manns og gætu mögulega verið tilbúnar til notkunar á árinu 2022. Skipaður var verkefnahópur í apríl 2017 til að vinna tillögur um framtíðarmótun í þjónustu við eldra fólk á Akureyri.

Í niðurstöðu verkefnahópsins sagði m.a. að fara þurfi í endurbætur og uppbyggingu húsnæðis ÖA til að heimilin verði í stakk búin til að takast á við fyrirsjáanleg verkefni á næstu árum. Í byrjun nóvember voru um 30 manns með mat á þörf fyrir hjúkrunarrými á Akureyri og hefur biðlistinn verið nokkuð stöðugur undanfarna mánuði. Í dag eru skráð 172 hjúkrunarrými og 10 dvalarrými hjá Öldrunarheimilum Akureyrar.

Nýjast