Dagný Linda Kristjánsdóttir er Íþróttamaður Akureyrar

Dagný Linda Kristjánsdóttir, afrekskona á skíðum og félagi í Skíðafélagi Akureyrar, var í gærkvöldi valin Íþróttamaður Akureyrar árið 2006 á afar vel heppnuðu hófi sem fram fór í Ketilhúsinu.

Dagný Linda þykir einn allra fremsti skíðamaður Íslands í dag og árangur hennar á síðasta ári var afar glæsilegur. Hún varð þrefaldur Íslandsmeistari og náði frábærum árangri á Ólympíuleikunum í Tórínó, þar sem hún varð í 16. sæti í tvíkeppni og 23. sæti bæði í bruni og risasvigi.

Nýjast