Brjóta ítrekað af sér

Alvarlegum kjarasamningsbrotum í veitinga- og ferðaþjónustu fer fjölgandi á Eyjafjarðarsvæðinu.
Alvarlegum kjarasamningsbrotum í veitinga- og ferðaþjónustu fer fjölgandi á Eyjafjarðarsvæðinu.

Um 100 alvarleg mál hafa komið inn á borð verkalýðsfélagsins Einingar- Iðju á Akureyri það sem af er ári vegna brota á kjarasamningum. Um 80% þessara mála tengjast veitinga- og ferðaþjónustugeiranum. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir aukningu hafa verið í brotum af þessu tagi undanfarin ár. Hann segir vandamálið stórt innan veitinga- og ferðaþjónustu um allt land, ekki síst hér í Eyjafirði.

„Þetta er greininni til háborinnar skammar. Margir eiga það til að leita til okkar en við fáum ekki að fara í málið með leyfi viðkomandi starfsmanns þar sem honum er hótað uppsögn og þorir þar af leiðandi ekki að fara með málið alla leið," segir Björn.

-þev

Ítarlega er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær

Nýjast