Bjartsýnn á góða niðurstöðu

Akureyrarflugvöllur.
Akureyrarflugvöllur.

Aðgerðarhópur um uppbyggingu Akureyrarflugvallar fundaði á Akureyrarflugvelli nýerið og er áætlað að síðasti fundur hópsins verði í dag, mánudag. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og fulltrúi í aðgerðarhópnum, segir að hópurinn muni skila skýrslu sinni fyrir lok þessa mánaðar. Hann kveðst jákvæður eftir vinnu starfshópsins.

„Ég er bjartsýnn á að niðurstaða hópsins verði í takt við væntingar fólks,“ segir Guðmundur Baldvin í stuttu spjalli við Vikudag.

Aðgerðarhópurinn er skipaður fulltrúum úr samgönguráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu, Akureyrarbæ, Eyþingi, ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og Isavia. Aðgerðahópnum var m.a. falið að gera tillögur að endurbótum á flugstöðinni.

Nýjast