Bæjarstjórnarfundur unga fólksins haldinn í fyrsta sinn

Unga fólkið var í fararbroddi á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Myndir/Ragnar Hólm.
Unga fólkið var í fararbroddi á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Myndir/Ragnar Hólm.

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins var haldinn í Hofi í vikunni. Samkvæmt samþykkt um ungmennaráð skal árlega haldinn bæjarstjórnarfundur unga fólksins í marsmánuði og var það ungmennaráð sem undirbjó dagskrá fundarins. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn á Akureyri.

Unga fólkið lét skoðanir sína í ljós á fundinum og hafði ýmislegt til málanna að leggja. Komu fram margar áhugaverðar hugmyndir en m.a. má nefna sjóbaðsaðstöðu og gufuböð til að efla hamingju íbúa í bænum. Öllum hugmyndum verður vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

Nýjast