13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Bæjarbúar hvattir til að hreyfa sig
Akureyrarbæur hefur undanfarna daga lagt sérstaka áherslu á að moka og hreinsa vel göngustíga innan bæjarins til að auðvelda íbúum að stunda hreyfingu og njóta útiveru. Á vef Akureyrarbæjar segir að þetta sé hluti af aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu, nú þegar margir þurfa að vera mikið heima og hefðbundið íþróttastarf getur raskast.
Búið er að moka allar helstu leiðir í bæjarlandinu, þar á meðal inn í Kjarnaskóg og hreinsa öll bílastæði þar og við Hamra. Eins og flestir vita skiptir regluleg hreyfing okkur miklu máli og sérstaklega á tímum sem þessum. Eru bæjarbúir sem eiga kost á hvattir til að hreyfa sig og nýta fjölbreytta útivistarmöguleika á Akureyri.