20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Bæjarbragur á Amtinu
Laugardaginn 1. desember kl. 14:00 verður opnuð sýningin Bæjarbragur: Í upphafi fullveldis í húsakynnum Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns í Brekkugötu. Um er að ræða samsýningu þriggja safna: Amtsbókasafns, Hérðasskjalasafns og Minjasafns og er hún liður í dagskrá afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands og nýtur styrks frá fullveldissjóði.
Á sýningunni verða til sýnis ljósmyndir sem sýna bæjarbrag á Akureyri í upphafi fullveldis ásamt upplýsingum sem unnar eru upp úr skjölum og bókum frá sama tímabili. Hver var kjörsókn á Akureyri í kosningum um sambandslagafrumvarpið þann 19. október 1918? Hver var bæjarbragur í upphafi fullveldis? Söfnin þrjú munu leitast við að svara upptöldum spurningum og fleirum til á fyrirhugaðri samsýningu sem standa mun út janúar 2019.