13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Auknar niðurgreiðslur vegna þjónustu dagforeldra
Jöfnunargreiðslur verða teknar upp hjá Akureyrarbæ frá og með 1. október. Foreldrar 16 mánaða barna og eldri sem nýta þjónustu dagforeldra, og hafa ekki fengið boð um leikskóladvöl, eiga þá rétt á aukinni niðurgreiðslu, að upphæð 10 þúsund krónum.
Þetta var samþykkt í fræðsluráði Akureyrarbæjar nýverið og greint er frá á vef bæjarins. Þar segir að foreldrar barna sem eru fædd í maí 2018 eigi rétt á niðurgreiðslu frá þeim mánuði sem barnið nær 16 mánaða aldri, 1. október. Foreldrar barna sem eru fædd í júní 2018 eiga rétt á niðurgreiðslu frá og með 1. nóvember og svo koll af kolli, að því gefnu að barn hafi ekki fengið boð um leikskóladvöl.
Haft er eftir Ingibjörgu Ólöfu Isaksen, formanni fræðsluráðs, að jöfnunargreiðslur séu liður í að bæta kjör og hag barnafólks á Akureyri, sem sé eitt af aðaláherslumálum kjörtímabilsins.