Árleg hreinsunarvika hafin á Akureyri
Árleg hreinsunarvika á Akureyri hófst í dag og eru bæjarbúar hvattir til að taka höndum saman við að hreinsa bæinn eftir veturinn og taka þannig á móti sumrinu með brosi á vör, er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.
Hreinsunarvikan stendur raunar í tíu daga, til og með 17. maí, og inniheldur tvær helgar. Starfsfólk Akureyrarbæjar mun ekki fjarlægja garðaúrgang frá lóðamörkum en gámar undir garðarúrgang verða í hverfum bæjarins til 17. maí á eftirfarandi stöðum:
• Hagkaup
• Aðalstræti sunnan Duggufjöru
• Nettó Hrísalundi
• Bugðusíða við leiksvæði
• Bónus við Kjarnagötu
• Verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð
• Bónus Langholti
• Krambúðin Byggðavegi
Einnig er tekið við garðaúrgangi og fleiru á gámasvæði við Réttarhvamm og á móttökustöðinni Hlíðarvöllum við Rangárvelli. Hér eru nánari upplýsingar um opnunartíma.