Akureyrskur-franskur barokkhópur í Akureyrarkirkju

Barokkhópurinn Corpo di Strumenti.
Barokkhópurinn Corpo di Strumenti.

Akureyrsk-franski barokkhópurinn Corpo di Strumenti býður til tónleika ásamt alt-söngkonunni Hildigunni Einarsdóttur, sunnudaginn 9. febrúar kl. 18:00 og fara fram í Akureyrarkirkju. Á efnisskránni er tónlist samin við Harmljóð Jeremía, bæði frá endurreisnartíma og barokktíma og ennfremur splunkunýtt verk eftir Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur, forsprakka hópsins, sem frumflutt verður á tónleikunum.

Þeir eru liður í afmælistónleikaröð Listvinafélags Akureyrarkirkju, sem fagnar áttræðisafmæli kirkjunnar í ár, og einnig eru börn og ungmenni sérstaklega boðin velkomin á tónleikana, þar sem einnig er fagnað degi tónlistarskólanna. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Tónlistarskólann á Akureyri, með styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. Aðgangur er ókeypis og eru tónleikarnir tæp klukkustund að lengd.  

 

 

Nýjast