Akureyringurinn Sigfús Fossdal keppir í Sterkasti maður heims

Sigfús Fossdal.
Sigfús Fossdal.

Sigfúsi Fossdal hefur verið boðið að taka þátt í keppninni Sterkasti maður heims 2019 sem fram fer dagana 13. til 16. júní í Flórída í Bandaríkjunum. Sigfús er fyrsti Akureyringurinn til að keppa síðan Torfi Ólafsson keppti árið 2000. Núverandi sterkasti maður heims er einmitt Íslendingur, Hafþór Júlíus Björnsson. 

Sigfús er eini aflraunamaðurinn á Íslandi í dag sem býr utan höfuðborgarsvæðisins. Sigfús hefur æft lyftingar í 22 ár, en hann byrjaði í kraftlyftingum þar sem hann hefur náð mjög góðum árangri og hefur meðal annars átt þyngstu bekkpressu sem Íslendingur hefur tekið í 11 ár núna í júní og þyngsta samanlagðan árangur seinustu 8 árinn.

Árið 2015 skipti hann alveg yfir í aflraunir þrátt fyrir að hafa áður keppt í þeim meðfram kraftlyftingunum með það að markmiði að komast inn á þessa keppni.

Ítarlegt viðtal við Sigfús Fossdal birtist í Vikudegi í næstu viku.

Nýjast