20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Akureyringur Norðurlandameistari í skák
Norðurlandamótið í skólaskák fór fram í Borgarnesi um síðustu helgi en þar tefldu bestu unglingar Norðurlanda um meistaratitla í fimm aldursflokkum, alls tólf keppendur í hverjum flokki. Í A-flokki, 18-19 bar Jón Kristinn Þorgeirsson frá Akureyri sigur úr býtum. Jón vann fjórar skákir og gerði tvö jafntefli og landaði sigrinum sjónarmun á undan öðrum danska keppandanum.
Ísland vann einnig titil í B-flokki, þar sem Stephan Briem úr Kópavogi sigraði. Jón Kristinn hefur fengið sína þjálfun hjá Skákfélagi Akureyrar og verið sigursæll í mótum fyrir norðan undanfarin ár. Hann er í sveit félagsins sem teflir á Íslandsmóti skákfélaga í Reykjavík um aðra helgi. Í þeirri keppni hefur hann þegar lagt einn stórmeistara að velli.