Akureyringar duglegir við flokkun á sorpi

Um 80% heimila á Akureyri hafa í yfir tíu ár flokkað allan lífrænan úrgang og skilað í Moltu.
Um 80% heimila á Akureyri hafa í yfir tíu ár flokkað allan lífrænan úrgang og skilað í Moltu.

Um 7.600 tonn af sorpi og öðrum úrgangi féllu til frá heimilum á Akureyri í fyrra. Það gera um það bil 400 kíló á hvern íbúa. Akureyringar hafa á undanförnum árum náð mjög góðum árangri í flokkun og endurvinnslu á pappa, drykkjarumbúðum, plasti og málmum. Þar að auki hafa um 80% heimila á Akureyri í yfir tíu ár flokkað allan lífrænan úrgang og skilað í Moltu.

Greint er frá þessu á vef bæjarins.

Nýjast