Akureyrarbær og Festa í samstarf

Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri.
Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri.

Akureyrarbær og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, hafa undirritað samstarfssamning um sameiginlegan stuðning um loftslagsyfirlýsingu Akureyrarbæjar og Festu. Samstarfið felst í þátttöku beggja aðila í kynningu til fyrirtækja og stofnana, fræðslustarfa og hvatningu til að taka þátt í loftslagsyfirlýsingunni og framfylgja markmiðum hennar. 

„Borgir og bæir ásamt fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum, verða sífellt mikilvægari þegar kemur að því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og standast þau alþjóðlegu og innlendu markmið sem sett hafa verið um losun þeirra,“ segir í frétt á vef Akureyrarbæjar. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri fagnar því að búið sé að festa þetta mikilvæga samstarf enda séu umhverfismál sveitarfélaginu hugleikin.

Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, segir það sanna ánægju að fá Akureyrarbæ, og á komandi mánuðum fyrirtæki og stofnanir á svæðinu, til frekara samstarfs, „um sameiginleg markmið okkar allra, sem eru að draga úr úrgangi og gróðurhúsalofttegundum með samstilltu átaki.“

Nýjast