13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Akureyrarbær braut á konu að mati Umboðsmanns Alþingis
Umboðsmaður telur að Akureyrarbær sé bundinn af því orðalagi sem var í auglýsingunni og geti ekki breytt hæfniskröfum eftirá. Hvergi í auglýsingunni sé að finna kröfu um að hafa lokið bakkalárgráðu. Mörgum prófgráðum sé hægt að ljúka á styttri tíma og teljast þau engu að síður fullnaðarpróf.
Umboðsmaður telur að Akureyrarbær hafi því brostið skilyrði til að afturkalla ráðningu konunnar og enn fremur hafi bærinn ekki veitt henni neinn frest eða ráðrými til þess að mótmæla ákvörðun bæjarins. Því hafi málsmeðferð Akureyrarbæjar ekki verið í samræmi við rannsóknar- og andmælareglu stjórnsýslulaga.
Umboðsmaður Alþingis beinir þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu er fram kemur í frétt Rúv um málið.
Akureyrarbær leitar sátta