Ákærður fyrir tilraun til manndráps

Árásin átti sér stað fyrir utan Arion banka. Mynd/Sveinn Arnarsson.
Árásin átti sér stað fyrir utan Arion banka. Mynd/Sveinn Arnarsson.

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. Honum er gefið að sök að hafa ítrekað lagt til annars manns með stunguvopni,stungið hann bæði í höfuð og búk, sparkað og slegið í hann, með þeim afleiðingum að þolandinn hlaut samtals tíu stungusár í andlit og líkama og tvö aðskilin höfuðkúpubrot.

Frá þessu var greint í Fréttablaðinu. Þar segir að árasámaðurinn hefur verið horfinn af vettvangi þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði en hann var handtekinn nokkru síðar á heimili sínu og fannst blóðugur hnífur við húsleit hjá honum. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag, fimmtudag og mun ákærði þá taka afstöðu til ákærunnar. 

Nýjast