Afhentu Hollvinum SAk 2,5 milljóna minningarsjóð

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri.

Á dögunum var Hollvinasamtökum SAk afhentur minningarsjóður um Birgi Kristjánsson rafvirkjameistara sem lést í október sl. Í kjölfar fráfalls Birgis ákváðu nokkrir vinir hans að leggja fé í sjóð til styrktar góðu málefni sem fjölskylda hans skyldi velja.

Niðurstaðan varð sú að sjóðurinn var afhentur Hollvinasamtökum SAk sem safnar nú fyrir hjartaþræðingatæki við Sjúkrahúsið á Akureyri. Alls söfnuðust 2.500.000 kr. og var sjóðurinn afhentur þann 26.janúar en þann dag hefði Birgir orðið 71. árs.

„Við Hollvinir erum þakklátir fyrir rausnarlegan styrk sem mun koma sér vel í uppbyggingu á hjartadeildinni á SAk,“ segir Jóhannes G. Bjarnason formaður Hollvina SAk.

Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja, fjölskylda og vinir Birgis Kristjánssonar lögðu fé í söfnunina og vilja aðstandendur færa öllum dýpstu þakkir.

 

Nýjast