Aðgerðir vegna íbúaþróunar

Bæjarráð Akureyrar áréttar mikilvægi þess að farið verði í átak um færslu opinberra starfa út á land…
Bæjarráð Akureyrar áréttar mikilvægi þess að farið verði í átak um færslu opinberra starfa út á landsbyggðirnar.

Bæjarráð Akureyrar leggur til að stjórn Akureyrarstofu undirbúi samkeppnis- og markaðsgreiningu á atvinnu- og íbúamarkaði fyrir Akureyrarbæ og farið verði í markaðssetningu í kjölfarið. Bæjarráð leggur til að þetta verði samvinnuverkefni Akureyrarbæjar og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Jafnframt áréttar bæjarráð mikilvægi þess að farið verði í átak um færslu opinberra starfa út á landsbyggðirnar.

Eins og fjallað hefur verið um hefur hægst á íbúafjölgun í bænum. Þá var greint frá því í síðasta blaði að útsvarstekjur á Akureyri voru undir landsmeðaltali á síðasta ári og var haft eftir Gunnar Gíslasyni bæjarfulltrúa að ljóst væri að ef svigrúm bæjarsjóðs minnkar verði erfiðari að standa undir háu þjónustustigi. Lýsti Gunnar jafnframt yfir áhyggjum sínum á íbúaþróun bæjarins.

 

Nýjast