Aðgerðaráætlun fyrir eldri borgara

Dvalarheimilið Hlíð.
Dvalarheimilið Hlíð.

Öldungaráð Akureyrar hefur lagt til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur til að vinna aðgerðaáætlun um málefni eldri borgara. Markmiðið er að ná yfirsýn og upplýsingum á þjónustu ásamt því að gera stefnumótun til framtíðar.

Lagt er til að unnin verði sérstök aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samráði öldungaráðs og þeirra ráða og sviða/deilda sem koma að þjónustu við hópinn. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar umfjöllun til samráðsfundar bæjarstjórnar og öldungaráðs.

 

Nýjast