Aðflugsbúnaður á Akureyrarflugvelli sannaði gildi sitt

Flugvél frá hollensku ferðaskrifstofunni Voigt Travel lendir á Akureyrarflugvelli.
Flugvél frá hollensku ferðaskrifstofunni Voigt Travel lendir á Akureyrarflugvelli.

ILS búnaður, eða svokallaður aðflugsbúnaður, sem var tekinn í notkun á Akureyrarflugvelli fyrir tilstilli ríkisins og Akureyrarbæjar sl. haust, kom að góðum notum í gær þegar vél frá Amsterdam þurfti frá að hverfa vegna úrkomu eftir aðflug úr suðri og gat í kjölfarið tekið ILS aðflug úr norðri og lent á Akureyri.

Frá þessu er greint á Facebooksíðu Akureyrarflugvallar.

Þegar reglubundið þotuflug frá Bretlandi til Akureyrar hófst sl. vetur komu í ljós vandræði við að lenda á Akureyrarflugvelli í slæmu skyggni. Uppsetning á nýjum aðflugsbúnaði þótt því lykilatriði í að efla ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Nýjast