13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Aðeins einn í hvern stól og fólk takmarki skíðatímann
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnar á ný í dag og búið er að útfæra þjónustuna sem tekur mið af viðmiðum og takmörkunum sem yfirvöld hafa sett vegna samkomubannsins. Fólk er hvatt til að kaupa miða á netinu, www.hlidarfjall.is, þar sem hægt er að fylla á kortin. Eftir sem áður verður þó hægt að kaupa kort í miðasölu lúgu Hlíðarfjalls, aðeins gegn rafrænum greiðslum.
Þjónustuhúsum hefur verið lokað. Vegna tveggja metra reglunnar verður ekki leyft að fara fjórir saman í stólalyftuna, aðeins einn í hvern stól. Þó má foreldri fylgja barni 10 ára og yngri.
Þá sé mikilvægt að reyna að dreyfa aðsókn eins og kostur er og mælst til að fólk takmarki skíðatíma sinn við 2-3 klukkustundir. Gönguskíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opið meðan veður leyfir.