13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
377 milljóna króna hagnaður hjá Akureyrarbæ
Rekstur Akureyrarbæjar gekk vel á síðasta ári en ársreikningar bæjarins fyrir árið 2018 voru lagðir fram á síðasta fundi bæjarráðs. Rekstur samstæðunnar gekk vel og var í samræmi við áætlun á árinu 2018 þrátt fyrir háa gjaldfærslu vegna breytinga á lífeyrisskuldbindingum. Akureyrarbær var rekinn með 377 milljóna kr. afgangi, sem var nokkru betri árangur en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Rekstur samstæðu Akureyrarbæjar var viðunandi og rekstrarniðurstaða ársins í meginatriðum eins og fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Fjárhagur Akureyrarbæjar er traustur og nam skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 75% samkvæmt reglum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga en það var 95% árið áður, segir á vef Akureyrarbæjar.