Í ljósi fréttar um vorboðann ljúfa

Bjórglös, sígaretturstubbar, brotið gler og æla á götuhornum var meðal þess sem ,,prýddi
Bjórglös, sígaretturstubbar, brotið gler og æla á götuhornum var meðal þess sem ,,prýddi" miðbæinn í morgun Myndir aðsendar

Vefnum barst tölvupóstur með myndum og texta frá konu sem átti leið um Miðbæ Akureyrar i morgun.  Eins og sjá má var henni og liklega fleirum sem þar  áttu leið um misboðið.

Pósturinn er svona:

,,Sæll.  Ég rölti um bæinn á milli 9 og 10 á sunnudagsmorgni (í dag) með fyrstu mannlegu vorboðunum úr fyrsta skemmtiferðaskipi ársins sem liggur nú við höfn...og ömurlegheitin blöstu við mér hvert sem litið var.   

Sko sjokkerandi göngutúr og hvorki bæjarstarfsmenn né veitingamenn sjáanlegir til þess að bæta úr ástandinu :0  Ef þetta hefði verið fyrsta heimsókn mín til landsins hefði ég sennilega látið hana bara nægja til framtíðar :(
SORGLEGT.
 
Kveðja góð"
 
Hér á eftir koma svo nokkrar myndir sem teknar voru i bítið í Miðbænum 
 

 

Ekki fallegt en svona er nú Miðbærinn eftir ,,gleði" næturinnar

Hugsunin látum aðra verka eftir okkur skítinn er hreint út sagt óþolandi

 

Þessir ,,minnisvarðar" næturinnar voru hreinlega út  um allan bæ

 

Nýjast