20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Hvers vegna gera æfingar þig að betri manni ?
Í dag vitum við betur hvers vegna æfingar virka bæði til forvarna og viðgerðar vefja líkamans. Æfingum hefur verið lýst sem „mekano therapy“, þ.e eðli togs og spennu við æfingar, örvar og bætir frumustarfsemi þ.a við notkun vöðva, örvast allt sem þeim tengist. Eru það æðar í vöðvanum, sinar er tengja vöðva til beina, togið á beinin. Sinar þurfta tog og spennu og hafa skal í huga að sinaverkur er sjaldan bólgur, heldur hrörnun vegna einhæfs og rangs álags. Gildir það einu hvort sem um er að ræða sinar í öxl, tennisolnboga, hásin eða hnéskeljarsin. Það sem hefur gefist best að laga þessi vandamál er blanda af liðleikaþjálfun/teygjum, djúp og þvernuddi og umfram allt æfingar með áherslu á bremsuþátt æfingar sem bætir sinavefinn. Vöðvar þurfa blóðrás til að dafna og er „vöðvabólga“ í raun, heldur ekki bólga. Þó að þú sért með verki frá vöðvum, þá eru ekki er til staðar þær frumur og þau efnaskipti er einkenna bólgur. Hinn sári vöðvi er yfirleitt með aukna spennu, og hrörnun á þann hátt að vöðvafrumum hefur fækkað miðað við annan bandvef og hvatberum, sem nýta súrefni til orkumyndunar hefur fækkað vegna langvarandi rangálags. Stundum er vöðvinn stuttur og er þá vöðvi með gagnstæða virkni, þá of veikur. Er hreyfimunstur þá oft þannig að hinn sári vöðvi spennist meira, og fyrr en eðlilegt er við athafnir. Myndast þannig vítahringur þar sem spenna, verkir og sífellt minnkað úthald vöðva ræður ríkjum. Þó að nudd létti á spennu, þá þarf oft líka að lengja vöðvann og að auka úthald í honum, auk þess að bæta samvinnu við andstæðan vöðva til að koma á jafnvægi. Hver er lausnin ? Jú, réttar æfingar til að koma á jafnvægi í hreyfistjórn, styrk og liðleika. Æfingar geta bæði aukið blóðrás, aukið æða og vöðvamyndun, hreinsað úrgangsefni úr vöðvum, jafnað spennu og lengt vöðva. Aukið þol vöðva þýðir að allar athafnir krefjast lægra hlutfalls af heildargetu vöðvans og verður þreyta þá minni. Æðar eru eins og vöðvi þ.e þær þurfa að fá að þenjast út og slaka á reglulega til að æðaþekjan njóti sín og varni þannig að þrengingar og kölkun myndist. Heilinn er ekki undanskilinn að þurfa þjálfun, en æfingar auka blóðrás og efnaskipti í heilanum og er nú staðfest að gott líkamsástand er viss vörn gegn t.d Alzheimer sjúkdómi. Og má í raun segja almennt að aukið súrefnisflæði, sé lykill að góðri heilsu enda virðist þjálfun einnig draga úr vissum tegundum krabbameina. Þegar hraustir geimfarar fara út í geiminn þá koma þeir til baka með minnkaða beinþéttni eins og gamlar konur vegna langvarandi þyngdarleysis. Því að þungaburður og æfingar styrkja bein og varna þannig brotum. Tékkneski taugalífeðlisfræðingurinn Pavel Kolar heldur því fram, að hátt í þriðjungur barna nái ekki fullum hreyfiþroska, þar sem nútímalíf feli ekki í sér næga örvun fyrir börn. Samhæfing og jafnvægi batna með þjálfun og bæta bæði börn og aldraðir styrk sinn vegna bættrar taugastarfsemi. Eru æfingar á öðrum fæti og sterkir fóta og rassvöðvar lykill að því að varna dettni, en það dregur hratt úr líkamlegri getu að lenda í því að þurfa að liggja um lengri tíma.
Þannig að ef þú vilt vera formi alla ævi prófaðu þá að bæta æfingum á öðrum fæti við þína hreyfingu.
Hugmyndir að æfingum á öðrum fæti má finna undir liðnum „æfingasafn-fætur“ á vefsíðunni : www.eflingehf.is