Þór/KA sækir liðsstyrk til Texas

Eftir leik gegn Fylki sl. sumar sem endaði með 2-1 sigri Þórs/Ka. Mynd/thorka.is
Eftir leik gegn Fylki sl. sumar sem endaði með 2-1 sigri Þórs/Ka. Mynd/thorka.is

Þór/KA hefur tryggt sér liðstyrk frá Texas fyrir komandi baráttu í efstu deild kvenna í fótbolta. Á galársdag skrifaði Brooke Lampe undir fyrir Akureyrarliðið en hún er vön að spila stöðu miðvarðar.

Hún stundaði nám við University of North Texas í borginni Denton í Texas 2017-2021 og spilaði öll árin með knattspyrnuliði skólans, Mean Green, og var fyrirliði liðsins frá 2019. 

Í tilkynningu frá stjórn félagsins segir að samningurinn gildi næstu tvö keppnistímabil og að Brooke sé væntanleg til Akureyrar á næstu vikum.

Þór/KA endaði í sjötta sæti efstu deildar á síðustu leiktíð. Fyrsti deildarleikur næstu leiktíðar verður þann 27. apríl þegar norðankonur heimsækja Breiðablik.

 

Nýjast