Sterkasta kona Íslands krýnd á Akureyri

Ellen Lind Ísaksdóttir vann titilinn Sterkasta kona Íslands þriðja árið í röð. Ragnheiður Ósk Jónasd…
Ellen Lind Ísaksdóttir vann titilinn Sterkasta kona Íslands þriðja árið í röð. Ragnheiður Ósk Jónasdóttir hafnaði í 2. sæti og Lilja B. Jónsdóttir í 3. sæti. Ljósmynd/aðsend

Keppnin um titilinn sterkasta kona Íslands fór fram á Akureyri um helgina.  Ingibjörg Óladóttir og Sigfús Fossdal voru stóðu fyrir keppninni í ár. Sigfús var einnig mótstjóri, þulur og kynnir og Ingibjörg sá um dómgæslu.

Ellen Lind Ísaksdóttir gerði sér lítið fyrir og vann titilinn Sterkasta kona Íslands þriðja árið í röð, en það er í fyrsta skipti sem keppandi vinnur svo mörg ár samfellt. Aðeins Bryndís Óladóttir hefur unnið fleiri titla. „Ellen þurfti þó að hafa talsvert fyrir titlinum aftur, en Ragnheiður Ósk Jónasdóttir sem vann árið 2018 og hefur tekið annað sæti á eftir Ellen þessi þrjú ár, vann fyrstu fjórar greinarnar af þeim sex sem keppt var í. Það er því óhætt að segja að keppnin hafi verið spennandi. Í réttstöðulyftunni sem var fyrsta grein, setti Ragnheiður Íslandsmet í réttstöðulyftu með öxul, þar sem hún lyfti 200 kg,“ segir Sigfús mótshaldari.

Í undir 82 kg flokki vann Lilja B. Jóndóttir enn einn titilinn, en hún hefur samtals unnið léttari flokkinn sex sinnum, en Lilja varð einnig þriðja í opna flokknum. „Lilja hefur verið lengst að þeirra keppenda sem eru að keppa í dag og hefur bara orðið betri með árunum,“ segir Sigfús.

Í öðru sæti varð Veiga Dís Hansdóttir, sem er jöfnun á árangri hennar frá því í fyrra, og þriðja sætið tók Lillý Ösp Sigurjónsdóttir á sínu öðru móti. Lilja var í hálfgerðum sérflokki í léttari flokknum í ár, en keppnin um annað til fjórða sæti varð virkilega hörð og réðst ekki fyrr en seinasta grein var búin.

„Alls 10 keppendur mættu til leiks í ár, allt frá byrjendum upp í fyrrum sigurvegara. Mótið hefur verið að stækka og dafna, og er þetta annað árið sem mótið verður sýnt í sjónvarpi. Fleiri keppnir fyrir konur yfir árið hefur einnig haft jákvæð áhrif á uppbygginguna,“ segir Sigfús.

Smelltu gif

 

Nýjast