KA er deildarmeistari í blaki kvenna
KA er deildarmeistari í blaki kvenna en stelpurnar lyftu bikarnum eftir sannfærandi 3-0 sigur á HK í dag. KA konur urðu bikarmeistarar um síðustu helgi eins og kunnugt er og hafa verið illstöðvanlegar í vetur.
Framundan er 4 liða úrslitakeppni og mæta deildarmeistararnir liði Þróttar-Fjarðabyggðar í fyrstu umferð þar sem vinna þarf tvær viðreignir til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleikjum um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.
Fyrsti leikur i rimmu liðanna verður á skírdag og hefst hann kl 14.00