Viðræður vegna Sigurhæða

Sigurhæðir.
Sigurhæðir.

Þar sem Hótel Akureyri hefur fallið frá tilboði sínu í Sigurhæðir og ekki var búið að ganga frá samningi um leigu samþykkir stjórn Akureyrarstofu að fela deildarstjóra að ganga til viðræðna við Kristínu Kjartansdóttur og Hlyn Hallsson sem áttu það tilboð sem metið var nr. 2 um leigu á Sigurhæðum.

Stjórn Akureyrarstofu auglýsti eftir áhugasömum leigjendum í nóvember í fyrra og alls bárust fjögur tilboð. Fyrirhugað var að Akureyrarbær myndi selja Sigurhæðir, húsinu sem þjóðskáldið og presturinn Matthías Jochumsson lét reisa og hýsir nú minningarsafn um hann, en sú áætlun hlaut harða gagnrýni meðal bæjarbúa.


Nýjast