Starfsfólki Sambíóana á Akureyri sagt upp
Öllum átján starfsmönnum Sambíóana á Akureyri, Nýja bíó, hefur verið sagt upp störfum. Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóana, segir ástæðuna vera fyrirhugaðar breytingar á starfseminni, uppsagnirnar séu liður í þeim efnum og ekki standi til að loka bíóinu. Aðspurður segir Alfreð óvíst hversu margir starfsmenn verða ráðnir aftur til starfa. Misjafnt er hvenær uppsagnirnar átján taka gildi, flestir hafa þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Við lítum alvarlegum augum á allar uppsagnir þegar um svona stóran hóp er að ræða, segir Eiður Stefánsson, hjá Félagi verslunar skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni. Á meðan þetta er gert löglega og farið eftir kjarasamningum er lítið hægt að segja við þessu. Ég vil hins vegar hvetja starfsfólkið til þess að hafa samband við okkur ef það er eitthvað óljóst.