20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vinnan er helsta áhugamálið
Akureyringurinn Baldvin Z er einn fremsti leikstjóri landsins og hefur sent frá sér kvikmyndir á borð við Lof mér að falla og Vonarstræti sem hafa slegið í gegn. Baldvin Z fékk snemma áhuga á kvikmyndagerð og var ungur að árum þegar hann vissi hvað braut hann ætlaði að feta í lífinu. Baldvin Z er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. „Covid fór bara frekar vel með mig og mína og er ég endalaust þakklátur fyrir það. Ég er spenntur fyrir sumrinu, sem reyndar fer mestmegnis í vinnu hjá mér. Ég er í tökum núna á sjónvarpsseríunnni Svörtu Söndum sem verða frumsýndir á Stöð 2 um jólin. Þetta er alveg eitthvað annað. Geðveikt spennandi saga, frumleg og frökk í umhverfi sem við höfum séð áður, en kemur okkur svo sannarlega á óvart. Svo eru tvær bíómyndir í farvatninu og einnig leikinn sería um Frú Vigdísi Finnbogadóttur.....