Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Eirík Björn Björgvinsson sem lætur af störfum sem bæjarstjóri á Akureyri í vor eftir átta ára setu. Vikudagur heimsótti Eirík á skrifstofu hans í Ráðhúsinu og spjallaði við hann um árin í bæjarstjórastólnum og tímamótin framundan.
-Stefán Guðnason og konan hans Sveindís Ósk Ólafsdóttir hafa þurft að bjarga sér með hjálp fjölskyldunnar síðustu 10 mánuði þar sem ekkert pláss hefur verið hjá dagforeldra fyrir tæplega tveggja ára dóttur þeirra á Akureyri. Staða Stefáns og Sveindísar er eflaust lýsandi fyrir þann vanda sem fjölmargir eru í á Akureyri.
-Róbert Freyr Jónsson sem sér um Matarhornið þessa vikuna og bíður lesendum upp á uppskrift að Burrito með fersku guacamoli og salsa.
-Sportið er á sínum stað þar sem fjallað verður um nýkrýnda Íslandsmeistara KA í blaki, handbolta, borðtennis, karate og margt fleira.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.