Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 5. september og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Sigríður Ýr Unnarsdóttir er stofnandi og eigandi Venture North og býður upp á nýjung í útivistarafþreyingu á Norðurlandi sem nefnist SUP eða róðrabretti. Í stuttu máli snýst SUP um að róa á stóru bretti, standandi, sitjandi eða á hnjánum og hefur slegið í gegn á Pollinum á meðal Akureyringa. Vikudagur sló á þráðinn til Sigríðar og spjallaði við hana um þessa nýstárlegu afþreyingu.
-Margrét Þóra Þórsdóttir blaðakona skrifar áhugarverða grein um skólamáltíðir.
-Undanfarin ár hefur Akureyrarbær markvisst auglýst eftir fleiri tónmenntakennurum til starfa en án árangurs. Af sjö grunnskólum bæjarins eru aðeins tónmenntakennarar að störfum í tveimur þeirra.
-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Strandgöta 13b.
-Íbúar Grímseyjar vilja fara þess að leit við Byggðastofnun og Akureyrarbæ að verkefninu Glæðum Grímsey verði framhaldið í a.m.k. eitt ár til viðbótar.
-Á íþróttasíðum blaðsins er fjallað Íslandsmótið í fótbolta þar sem senn dregur til tíðinda og handboltinn fer af stað um helgina.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Þá er áskriftarsíminn 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is