Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 22. ágúst og er farið um víðan völl í blaði vikunnar. Meðal efnis:
-Elvar Reykjalín framkvæmdastjóri Ektafisks á Hauganesi og eigandi Baccalá bar, sem að auki rekur tjaldsvæðið í þorpinu og heita potta í Sandvíkurfjöru en ferðaþjónustu hluti starfsemi hans hefur notið mikilla og vaxandi vinsælda með árunum.
-Eins og fjallað var um í blaðinu í upphafi árs hyggjast bæjaryfirvöld á Akureyri reisa styttu af teiknimyndapersónunni Tinna og hundinum hans Tobba á Torfunesbryggju. Í minnisblaði er gerð grein fyrir stöðu mála í ferlinu segir að komið sé á samband við tengiliði hjá leyfishafa Hergé í Belgíu og komnar séu upp verðhugmyndir.
-Minnisvarði um Grant Wagsaff frá Kanada var afhjúpaður á Melgerðismelum á dögunum en það var Arngrímur Jóhannsson flugmaður og vinur Grants sem lét reisa minnisvarðann. Grant lést í flugslysi um mitt sumarið 2015 þegar vél sem Arngrímur og hann flugu frá Akureyri á leið til Keflavíkur brotlenti á fjallinu Gíslahnúk í Barkárdal.
-Fyrstu nemendurnir til að ljúka 5. og síðustu lotu stjórnendanáms á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri tóku við skírteinum sínum sl. föstudag. Námið er samstarfsverkefni starfsmenntasjóðs Sambands stjórnendafélaga og Samtaka atvinnulífsins en Símenntun Háskólans á Akureyri sér um að halda utan um skráningu og kennslu.
- Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Strandgötu 11.
-Sirrý Örvars er textílhönnuður og safnafræðingur og starfar sem verkefnisstjóri við mótun safnastefnu, ásamt hönnun á eigin fatalínu. Hún er jafnframt matgæðingur vikunnar að þessu sinni.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með einföldum hætti með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751 og einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.