Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudag eftir stutt sumarfrí. Í blaði vikunnar er m.a. ítarlegt viðtal við Ágúst Guðmundsson sem greindist með MND-sjúkdóminn nokkrum dögum eftir fimmtugsafmælið sitt. Vegna veikindanna á Ágúst orðið erfitt með mál sökum lömunar, fínhreyfingar eru á undanhaldi, öndun erfið og gangur farinn að þyngjast. Þrátt fyrir mótlætið neitar Ágúst að leggja árar í bát og berst við veikindin af miklu æðruleysi. Nokkur hundruð manns ætla að hlaupa í hans nafni í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer um helgina.

-Ásthildur Sturludóttir nýr bæjarstjóri á Akureyri er í löngu viðtali en hún tekur til starfa um miðjan september. Ásthildur ræðir krefjandi verkefnin framundan og spenningin við að flytja norður.

-Í skoðun er að opna fyrir bílaumferð um Vaðlaheiðargöng í haust. Valgeir Bergmann Magnússon, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf, segir að leitað sé nú leiða til að opna göngin á þessu ári.

-Guðmundur Ómarsson eigandi ísbúðarinnar Valdís á Akureyri sem opnaði þann 1. ágúst sl. er hæstánægður með viðtökurnar og hafa myndast langar biðraðir fyrir utan búðina. Valdís er staðsett í Turninum í Göngugötunni þar sem Indian Curry Hut var áður til húsa í mörg ár. Guðmundur segir staðsetninguna henta afar vel.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast