20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Tappi Tíkarrass snýr aftur: Myndband
Félagarnir úr Föstudagslagadúettinum, þeir Stebbi Jak og Andri Ívars, halda tónleika á Græna hattinum í kvöld, þann 23. febrúar kl. 21:00. Þungarokk, poppmúsík, hugljúfar ballöður og allt þar á milli verða flutt í tilþrifamiklum „acoustic“ útsetingum.
Hljómsveitina Nirvana þarf vart að kynna en henni verður gerð góð skil á tvennum heiðurstónleikum á Akureyri og í Reykjavík. Slíkir tónleikar hafa verið haldnir áður við hin ýmsu tilefni. Heiðurstónleikar Nirvana verða á Græna hattinum föstudagskvöldið 24. febrúar og laugardagskvöldinu 25. febrúar á Hard Rock Café þar sem allir smellir Nirvana verða fluttir. Heiðurssveitina skipa Einar Vilberg (Kurt Cobain), Franz Gunnarsson (Pat Smear), Kristinn Snær Agnarsson (Dave Grohl) og Jón Svanur Sveinsson (Krist Novoselic). Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.
Hljómsveitin Tappi Tíkarrass fagnar því um þessar mundir að hafa lokið við upptökur á nýrri hljómplötu eftir að hafa legið í dvala og undir feld um árabil. Fyrsta lagið af þessari væntanlegu plötu er þegar komið í spilum á öldum ljósvakans. Lagið ber nafnið Spak og er eitt fjórtán nýrra laga sem Tappinn mun senda frá sér á næstu misserum. Spak er aðgengilegt á Spotify. Tappi Tíkarrass tók til starfa árið 1981, lagðist í dvala í desember árið 1983 en er nú kominn á fullt á ný. Meðlimir Tappa Tíkarrass eru Eyþór Arnalds, söngur, Guðmundur Þór Gunnarsson, trommur, Eyjólfur Jóhannsson, gítar, og Jakob Smári Magnússon bassa.
Tappinn ætlar að flytja lög af væntanlegri plötu í bland við eldra efni á Græna hattinum næsta laugardagskvöld, þann 25. febrúar. Hljómsveitin Lost frá Akureyri hitar upp. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.