23. október - 30. október - Tbl 43
Póstbox í Hrafnagilshverfi
Póstbox verður sett upp nú í október í Hrafnagilshverfi. Það verður á Skólatröð 11, við ráðhús Eyjafjarðarsveitar. Póstboxið má bæði nota til að senda pakka og sækja.
Bréfapóstur verður einnig borinn út í póstboxið. Innan skamms fá öll heimili og fyrirtæki á staðnum skráningarbréf í pósti sem fylla þarf út og skila í kassa sem settur verður upp við póstboxið segir í frétt á vefsíðu Eyjafjarðarsveitar.