Kjúklingur í Duggudugg

„Konan mín borðar ekki venjulegar kartöflur svo þetta er það fyrsta, og nánast það eina sem ég hef boðið minni heittelskuðu upp á síðan við kynntumst. Hún er enn með mér svo ég tel þetta virka,“ segir Lúðvík Freyr Sæmundsson sem sér um matarkrók vikunnar og kemur hér með úrvalsuppskrift af kjúklingarétti.

Kjúklingur í Duggudugg            

Sæt kartafla ca.1200 gr.

Kjúklingur ca. 700 gr.

Rauðlaukur 1 stk.

Ólífuolía

Salt og pipar

Red Curry 2 msk.

Kókosmjólk 165 ml.

Rifinn ostur 200 gr.

Aðferð:

Kartöflur skornar í tvennt, smá olía á plötu, face down á plötuna í 180-200°C ofn í 30 mín.

Laukur skorin eftir smekk látinn malla á pönnu. Kjúklingur skorinn í litla bita á pönnu. Svo kókosmjólkin og loks red curry. Salt og pipar.

Kartöflur úr ofni og skafað innihaldið úr í skál ásamt ca.helming af ostinum blandað saman. Salt og pipar.

Hýðið olíuborið á einhvern hátt. Salt og pipar.

Blandið sett ofan í hýðið og þjappa vel. Ostinum stráð yfir. Allt þetta gert með alúð. Bátar á plötu í 200° ofn í ca.12-15mín.

Afganginn úr skálinni borða ég svo alltaf í forrétt.

Nýjast