„Fólkið verður vinur manns“
„Það eru ákveðin forréttindi að fá að vinna með og fyrir þetta yndislega fólk. Hér verður fólkið vinur manns og það eru eflaust ekki launin sem fólk sækist eftir í þessu starfi,“ segir Helga. Mynd/Þröstur Ernir.
Helga Erlingsdóttir er hjúkrunarforstjóri á Öldrunarheimilum Akureyrar og segir forréttindi að starfa fyrir aldraða. Hún segir starfsfólkið á Hlíð eignast vini í heimilisfólkinu og andrúmsloftið á öldrunarheimilunum sé gott. Þó öldrunarmálin standi ágætlega á Akureyri að sögn Helgu þá segir hún að margt þurfi að bæta.
Vikudagur heimsótti Hlíð og settist niður með Helgu og spjallaði við hana um lífið á öldrunarheimilunu og málefni aldraða en nálgasta má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.