Eitt besta Deep Purple tribute bandið á Græna hattinum
Helgin á Græna hattinum er fjölbreytt að vanda og í kvöld, fimmtudagskvöld er það hljómsveitin Reykjavík Smooth Jazz Band sem kemur fram. Þeir leika létta sveiflu af þekktum dægurlögum í nýjum og breyttum útsetningum mitt á milli þess að vera popp og eða jazz - „Smooth Jazz“. Hljómsveitina skipa þeir Árni Steingrímsson gítar, Bolli Þórsson þverflauta, Cetin Caglar Cetin – ásláttur, Guðlaugur Þorleifsson trommur, Ólafur Steinarsson bassi, Þórarinn Sveinsson hljómborð Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.
Á föstudagskvöldið er það hljómsveitin Purpendicular sem er eitt vinsælasta Deep Purple tribute band í heiminum í dag og stutt af meðlimum Deep Purple, Ian Pace og Roger Glover, sem hafa einnig komið fram með bandinu og hlaðið það lofi fyrir frábæra tónleika/sýningu. Ennfremur hafa þeir Steve Morse og Don Aire verið gestir á plötum þeirra. Hljómsveitin hélt mjög vel heppnaða tónleika í fyrra og endurtaka nú leikinn. Mun sveitin taka mini-túr um landið og verða á Hard Rock Café 6.apríl, Græna Hattinum 7. og Valaskjálf Egilsstöðum 8.apríl. „Best Deep Purple tribute band in the world", er haft eftir Roger Glover og Ian Pace. Tónleikarnir hefjast kl.22.00.
Á laugardagskvöldið eru tónleikar á vegur AK Extreme en þar koma fram hljómsveitirnar Vök, Hildur og Hatari. Tónleikarnir hefjast að loknu snjóbrettasirkusnum í gilinu eða kl.23.00