„Ég tilheyri engu landi og á því heima allsstaðar”

Renata Ortega sýnir verk sín í Hvalasafninu á Húsavík. Mynd/epe
Renata Ortega sýnir verk sín í Hvalasafninu á Húsavík. Mynd/epe

Í tilefni af 20 ára afmæli Hvalasafnsins á Húsavík stendur nú yfir áhugaverð myndlistasýning í einu af sýningarrýmum safnsins;  eftir spænska myndlistarkonu að nafni Rena Ortega. Sýningin samanstendur af litríkum teikningum og málverkum af hvölum en rýmið er allt blámálað og maður fær á tilfinninguna að vera komin niður í undirdjúp hafsins þegar gengið er inn.

Rena Ortega. Mynd epe

„Ég er fædd á Spáni á milli fjalls og fjöru en ég segi alltaf að ég hafi aðsetur í heiminum. Ég tilheyri engu landi og á því heima allsstaðar,” sagði þessi heillandi listakona þegar blaðamaður Skarps heimsótti hana í Hvalasafnið. Þar var hún  að leggja lokahönd á sýningu sína. „Ég fæ innblástur minn frá náttúrunni og úr ferðalögum mínum. Ég elska að teikna dýr, landslag og fólk en teikna líka landakort og ýmislegt fleira. Ég er mikill aðdáandi  pappírsins. Mér finnst hann nauðsynlegur til að myndirnar njóti sín til fulls. Að geta snert efnið og tekið á því gefur svo mikið forskot á hið stafræna.”

Rena kom fyrst til Íslands sem ferðamaður fyrir þremur árum  síðan og varð að eigin sögn algjörlega ástfangin af landi og þjóð. „Náttúran og víðátturnar eru engu líkar. Frelsistilfinningin við að komast úr borginni út í  víðerni Íslands var einstök og vart hægt að lýsa með orðum. Svo kom ég að sjálfsögðu til  Húsavíkur og fór í hvalaskoðun en það var í fyrsta sinn sem ég sá hval á ævinni,” sagði Renata og ánægjan skein úr andliti hennar.

Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni í prentútgáfu Skarps.

-Skarpur, 5. júlí

Nýjast