20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Dægurlög, rapp og rokk á Græna hattinum
Sönghópurinn Jódís heldur tónleika á Græna hattinum í kvöld, fimmtudaginn 18. október og hefjast þeir kl. 21:00. Hópurinn samanstendur af fjórum söngkonum; Ingu Báru Ragnarsdóttur, Herdísi Ármannsdóttur, Margréti Árnadóttur og Rósu Maríu Stefánsdóttur. Meðleikarar eru Valmar Väljaots á píano og Kristján Edelstein á gítar. Sönghópurinn var stofnaður veturinn 2017. Síðastliðið vor héldu þær tónleika í Hofi við frábærar undirtektir, þar sem þær fluttu mörg ástsæl dægurlög frá 1950 til 1970.
Á föstudagskvöldinu 19. október mun Emmsjé Gauti mæta til Akureyrar og fagna útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar sem ber heitið “FIMM”.
Á laugardagskvöldinu 20. október er komið að CCR bandinu en þeir hafa það að aðalsmerki að heiðra sveitina Creedence Clearwater Revival. Á efnisskránni eru allra strærstu lög þeirra John Fogerty og félaga, lög eins og Have you ever seen the rain, Bad moon rising, Fortunate son, Who´ll stop the rain, Molina, Proud mary og fl. CCR bandið er skipað þeim Bigga Haralds söngur, gítar, Sigurgeir Sigmunds gítar, Ingimundur Óskarsson bassi og Biggi Nielsen trommur.