Björgvin Halldórsson í fyrsta sinn á Græna hattinum

Björgvin Halldórsson syngur sín bestu og þekktustu lög á tvennum tónleikum.
Björgvin Halldórsson syngur sín bestu og þekktustu lög á tvennum tónleikum.

Á föstudags- og laugardagskvöldið kemur þann 11. og 12. mars dregur til tíðinda á Græna hattinum en þá mun Björgvin Halldórssson og hljómsveit koma fram á tónleikastaðnum í fyrsta sinn með dagskrána „Bestu lög Björgvins“. 

Björgvin og hljómsveit hans rifja upp hans einstaka feril í gegnum tíðina í tónum og tali frá því að hann var kosinn poppstjarna Íslands árið 1969 til dagsins í dag með viðkomu í lögum frá HLH, Brimkló, Lónlí blú, Slétttuúlfunum, Íslandslögum og víðar. 

„Missið ekki af einstökum tónleikum með einum ástsælasta söngvara þjóðarinnar,“ segir í tilkynningu. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 bæði kvöldin. Hljómsveitina skipa Þórir Úlfarsson hljómborð, Jóhann Hjörleifsson trommur, Jón Elvar Hafsteinsson gítar og Friðrik Sturluson bassi.

Í kvöld, fimmtudag verða Vaya Con Dios tribute-tónleikar á Græna hattinum í kvöld, fimmtudag. Ákveðið hefur verið að endurtaka
leikinn frá því í fyrrasumar og halda aðra tónleika til heiðurs belgísku hljómsveitinni Vaya Con Dios. Flutt verður brot af því allra
besta og vinsælasta sem hljómsveitin gaf út á sínum starfsárum. 

Hljómsveitina skipa Guðrún Harpa Örvarsdóttir söngur, Kristján Edelstein gítar, Pétur Ingólfsson bassi, Valmar Väljaots hljóborð og víolu
og Valgarður Óli Ómarsson trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.

Nýjast