Yfir 400 þúsund erlendir ferðamenn til Akureyrar

Ferðamönnum til Akureyrar fjölgar um 20% milli ára. Um 3.500 farþegar komu til bæjarins sl. föstudag…
Ferðamönnum til Akureyrar fjölgar um 20% milli ára. Um 3.500 farþegar komu til bæjarins sl. föstudag þegar stærsta skemmtiferðaskip sumarins, MSC Preziosa, lagðist við bryggju á Akureyrarhöfn. Mynd/Þröstur Ernir.

„Ferðasumarið lítur vel út hjá okkur og má gera ráð fyrir ríflega 400 þúsund erlendum gestum til Akureyrar í ár fyrir utan skipafarþega,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Hún segir mikla aukningu hafa verið í fjölda erlendra ferðamanna fyrri hluta þessa árs en frá apríl hefur dregið úr henni.

„Sumarið er þó mjög vel bókað frá júní og við gerum ráð fyrir um 20% aukningu á ferðamönnum í sumar. Heldur fækkaði í hópi íslenskra ferðamanna í vetur og má líklega kenna snjóleysinu um það. Hins vegar eru erlendu ferðamennirnir að koma til okkar yfir vetrartímann í auknum mæli og hefur það verið vel merkjanlegt. Í raun fór ekki að draga verulega úr komum erlenda ferðamanna fyrr en um miðjan nóvember á síðasta ári,“ segir Arnheiður.

Nýjast