Villi Páls kemur til heimahafnar

Villi Páls siglir til heimahafnar. Mynd/epe
Villi Páls siglir til heimahafnar. Mynd/epe

Nýtt björgunarskip Björgunarsveitarinnar Garðars kom til heimahafnar á Húsavík rétt í þessu. Báturinn er 11 metra yfirbyggður.

Fjölmargir gestir voru mættir niður fyrir bakka til að taka á móti skipinu við hátíðlega athöfn. Forseti sveitarstjórnar Norðurþings, Hjálmar Bogi Hafliðason og Jón Gunnarsson, fyrrum dómsmálaráðherra fluttu ræður áður en Sólveig Halla Kristjánsdóttir, sóknarprestur á Húsavík blessaði skipið sem hlaut nafnið Villi Páls.

Það nafn var valið eftir nafnasamkeppni og þykir vel til fundið þar sem Villi (Vilhjálmur Pálsson) var einn af stofnendum Björgunarsveitarinnar og formaður hennar í 22 ár.

Nánar í Vikublaðinu í næstu viku.

Sólveig

Garðar tyil hafnar

Nýjast