Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Almar Alfreðsson vöruhönnuður á Akureyri hefur unnið sjálfstætt frá árinu 2012 við ýmis konar hönnunarverkefni. Eitt af hans þekktustu verkum eru litríkar lágmyndir af Jóni Sigurðssyni sem heita Jón í lit. Almar er ættleiddur frá Guatemala og segir það mikla gjöf að hafa komið til Akureyrar og alast hér upp. Nóg verður að gera hjá Almari í sumar þar sem hann mun stýra Jónsmessuhátíðinni, Listasumrinu á Akureyri og Akureyrarvöku. Vikudagur heimsótti Almar og spjallaði við hann um listina og lífið.

- Heiðrún Jóhannsdóttir leikskólakennari á Hólmasól á Akureyri er mikill Eurovision aðdáandi og er farin að bíða spennt eftir aðalkeppninni sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á laugardaginn kemur. Heiðrún er meðlimur í FÁSES, sem er íslenskur aðdáendaklúbbur Eurovision. Þó nokkrir meðlimir klúbbsins eru hér á Akureyri og eru duglegir að hittast fyrir keppnina og spá í spilin. Vikudagur sló á þráðinn til Heiðrúnar og spurði hana út í keppnina.

- Færst hefur í vöxt að fíkniefnaneytendur á Akureyri séu með vopn á sér og þá eru það helst hnífar sem um er að ræða. Algengast er að um einhversskonar hnífa sé að ræða, allt frá eldhúshnífum og litlum vasahnífum upp í stærri hnífa.+

-Stefán Jón Pétursson framhaldsskólanemi skrifar átakalega grein þar sem rekur einelti sem hann varð fyrir strax í leikskóla og hvernig það hefur haft áhrif á líf hans.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

Nýjast