20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Finnur Aðalbjörnsson hefur starfað sem verktaki í fjölda ára. Hann þurfti að hafa fyrir því að koma sér áfram í bransanum þegar hann flutti til Akureyrar, er með mótorsportdellu á háu stigi og hefur ekki komist klakklaust frá sportinu. Finnur var bóndi í fimm ár en þurfti að gefa bóndadrauminn upp á bátinn vegna meiðsla. Vikudagur ræddi við Finn um lífið og tilveruna.
- Akureyrarbær mun efna til útboðs í lok mánaðarins á metanstrætisvagni í samvinnu við Vistorku. Fyrirhuguð kaup á metanbíl er liður í að gera samgöngur vistvænni í samfélaginu.
-Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar skilað fyrr í sumar af sér tillögum til að koma rekstri bæjarins í jafnvægi. Rætt er ítarlega við formann bæjarráðs um reksturinn og verkefnin framundan.
-Framtíðarhópur um Glerárskóla mun funda á næstu dögum og verður rætt um hvort nýta eigi hluta skólans undir leikskólastarfsemi eða byggja við hann þannig að leikskóli og grunnskóli yrði samþættur.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is