Tvö myndbönd um unga fólkið okkar
Sigurður Óskar Baldursson, rappari er með aðstöðu hjá Félagsmiðstöðvum Akureyrar til að búa til tónlist. Mynd/skjáskot
Ungt fólk á frístundasviði Akureyrarbæjar í Rósenborg hefur nýlokið við gerð tveggja kynningarmyndbanda um hluta starfsemi sinnar. Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar.
Annað myndbandið fjallar um Ungmenna-húsið og Virkið en í hinu má heyra raddir unga fólksins og foreldra um samskipti, uppeldi o.fl. Rósenborg starfar við forvarnir í víðasta skilningi þess orðs og er tilgangur myndbandanna að kynna hluta af því starfi, mikilvægi þess og tilgang.