20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Stýrishjólið úr Snæfellinu komið á safn
Þann 27. maí. sl. færðu systkinin Matthildur og Gestur Matthíasarbörn Iðnaðarsafninu á Akureyri stýrishjólið úr Snæfelli EA 740.
Faðir þeirra, Matthías B. Jakobsson, var skipstjóri á Snæfellinu í nokkur ár og hafði haft stýrishjólið í sinni vörslu þangað til hann lést. Í minningu hans vildu systkinin koma rattinu til Iðnaðarsafnsins. Þar verður stýrishjólið varðveitt ásamt líkani af skipinu og öðrum munum úr því.
Snæfellið var smíðað í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1943. Það var 165 brl. eikarskip og var á þeim tíma stærsta skip sem smíðað hafði verið hér á landi.