Róðrabrettin slá í gegn á Pollinum
Sigríður Ýr á róðrabretti á Pollinum. „Mér finnst mjög skemmtilegt að geta kynnt þetta fyrir heimamönnum og í leiðinni kynnst fólki hér líka í gegnum ferðirnar,“ segir Sigríður.
Sigríður Ýr Unnarsdóttir er stofnandi og eigandi Venture North og býður upp á nýjung í útivistarafþreyingu á Norðurlandi sem nefnist SUP eða róðrabretti. Í stuttu máli snýst SUP um að róa á stóru bretti, standandi, sitjandi eða á hnjánum og hefur slegið í gegn á Pollinum á meðal Akureyringa.
Vikudagur sló á þráðinn til Sigríðar og spjallaði við hana um þessa nýstárlegu afþreyingu en nálgast má viðtalið í net-og prentúgáfu blaðsins.